Nú er bara að ýta þessum leik frá sér og byggja upp energí og trú fyrir næsta leik
ÁFRAM GAKK. Þrátt fyrir að hafa tapað gegn Finnum í fyrsta leiknum á EM getur íslenska liðið gengið stolt af velli. Nú er bara að ýta þessum leik frá sér og byggja upp energí og trú fyrir næsta leik.
Vissulega var fyrri hálfleikurinn verulega undir væntingum og Finnar mun betri. En eftir að fyrirliðinn, Glódís Perla, þurfti að fara af velli í hálffleik vegna veikinda og missa síðan einn leikmann, Hildi Antonsdóttur, út af með rautt á 58 míníutu verður að hrósa liðinu fyrir að sækja óhræddar til jöfnunar og sigurs á lokakaflanum manni færri. Finnar skoruðu sitt mark á 70. mínútu. manni yfir.
Það vakti á vissan hátt athygli að íslenska liðið var eiginlega betra eftir að það fékk á sig markið. Þá var eins og það losnaði um spennuna í liðinu og þær sýndu góðan leik og sköpuðu góð færi.
Sigur í næsta leik - við verðum að hafa trú á því.
Sjálfstraust í íþróttum skiptir öllu máli!
Áfram Ísland. - JGH