Norðurljósin dansa dátt fyrir okkur Grafarvogsbúa þetta mánudagskvöld

19. janúar 2026

Grafarvogur.net fór austur fyrir Elliðaárnar niður í bæ undir kvöldmat og þetta ljósasjó blasti við í Grafarvoginum, Hamrahverfinu, þegar heim var komið. 


Við segjum ljósasjó en Nóbelsskáldið talaði um „show“ sem sjó þannig að sjómaður var ekki bara hefðbundinn sjómaður.


Myndir í þessari frétt eru frá Guðrúnu Ólafsdóttur, Grafarvogsbúa. Stórkostlegar myndir hjá henni sem hún sendi okkur. 


Takk Guðrún fyrir þessar einstöku myndir af segulmögnuðu undri náttúrunnar í gærkvöldi.. - JGH

Frábær mynd sem Grafarvogsbúinn Guðrún Ólafsdóttir tók í kvöld. (Ljósmynd: Guðrún Ólafsdóttir)

Það er ekki oft sem rauði liturinn er svona sterkur og tekur vel á móti þeim græna. Þetta er alvöru ljósasjó í Grafarvoginum í kvöld.    (Ljósmynd: Guðrún Ólafsdóttir)

Það er bara einn stórmeistari litanna - náttúran sjálf.    (Ljósmynd Guðrún Ólafsdóttir)