Sigurður Bjarki lék lokahringinn á Korpunni á 8 höggum undir pari
14. júlí 2025
VEL GERT!
Sigurður Bjarki Blumenstein, kylfingur í GR, gerði sér lítið fyrir og lék lokahringinn á Korpunni á 8 höggum undir pari og jafnaði við Harald Franklín Magnús í æsispennandi leik. Sigurður tapaði síðan fyrir Haraldi í bráðabana en það þurfti þrjár holur til að knýja fram úrslit.
Þrátt fyrir tapið í bráðabananum verður að segjast eins og er að það er ótrúlega glæsileg spilamennska hjá Sigurði Bjarka að spila Korpuna (Sjóinn/Ána) á 8 höggum undir pari.
Hann fékk 8 fugla, 10 pör og þar af leiðandi engan skolla.
Ekki er okkur kunnugt um hvort þetta sé vallarmet en altént hlýtur það að vera nálægt því.
(Takk GR fyrir myndina.)
Hér kemur svo skortaflan hjá Sigurði Bjarka í meistaramótinu en fyrstu tvo dagana var leikið í Grafarholti og seinni tvo á Korpunni.
- JGH

Skortaflan hjá Sigurði Bjarka Blumenstein í meistaramótinu. Hann lék á 64 höggum lokadaginn eða 8 höggum undir pari. Fékk 8 fugla og 10 pör. Vel gert!

Sigurður Bjarki Blumenstein.