Mikill áhugi á fundinum um Sundabraut í dag. Fundurinn fluttur í Egilshöll

22. október 2025

Mikill áhugi er á fundinum um Sundabraut sem verður í dag kl. 17:30 í Egilshöll og er jafnvel búist við allt að fimm hundruð manns mæti á fundinn. Þetta er þriðji fundurinn í röð sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda til að kynna Sundabrautina. Vaxandi áhugi virðist hjá mörgum að fá öflug Sundagöng í staðinn fyrir Sundabraut.


Á fundunum verða fulltrúar Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu. Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur.


Gert er ráð fyrir að fundurinn taki einn og hálfan tíma og standi yfir til klukkn sjö; nítján.


Væntanlega fá fundargestir að spyrja krefjandi spurninga á fundinum.  - JGH

Sundabrautin verður kynnt á fundi í Egilshöll kl.17:30 í dag. Búist er við metaðsókn og að hátt í fimm hundruð manns mæti.