Mikil gosmóða seinnipartinn - en lítið svifryk og lítil gasmengun. Hver er munurinn?
LOFTGÆÐI. Mikil gosmóða hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu seinnipartinn í dag en á sama tíma mælist lítil gasmengun frá gosinu á Reykjanesskaga og gildin fyrir svifrykið í góðu lagi á mælinum í Laugarnesi en enginn mælir er í Grafarvogi.
Á meðfylgjandi mynd er horft frá Hamrahverfinu yfir til Vogahverfisins fyrir skömmu, eða um klukkan átján.
En hver er munurinn á gosmóðu eða gasmengun og svifryki?
Á vef Veðurstofunnar segir að gosmóða sé samsett úr brennisteinsögnum (SO4) sem hafa orðið til vegna efnahvarfa gosmakkarins við súrefni andrúmsloftsins.
Þessar brennisteinsagnir mælast ekki á SO2 gasmælum en sjást hins vegar sem gráblá móða þegar ákveðnum styrk er náð.
Hækkun á örfínu svifryki (PM1) getur verið vísbending um að SO4 sé til staðar.
Við látum svo síðustu mælingar - um sexleytið áðan - úr Laugarnesinu fylgja með. - JGH
LAUGARNESIÐ KLUKKAN 17:50, ÞRIÐJUDAG

Mikil gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu núna seinni partinn en á sama tíma mælist lítil gasmengun og lítið svifryk á mælinum í Laugarnesi.