Komið á hreint - þrettándabrenna verður í Gufunesi kl. 18:00 á morgun
Loksins komið á hreint. Fjölmargir hafa sent fyrirspurnir til okkar á Grafarvogur.net til að spyrjast fyrir um hvort þrettándabrenna verði ekki örugglega í Gufunesi á morgun - en engar upplýsingar hefur verið að finna um þrettándabrennur á vef Reykjavíkurborgar. Ákvörðun var tekin um málið í morgun.
Við fórum í málið og niðurstaðan er sú að það verður þrettándabrenna í Grafarvogi - við Gufunesbæinn - á morgun kl. 18:00.
Svo virðist sem þetta sé eina þrettándabrennan í höfuðborginni þetta árið en Grafarvogur.net hefur ekki fengið staðfest að um fleiri brennur sé að ræða. Í fyrra voru tvær þrettándabrennur; við Ægisssíðu og í Gufunesi.
Þetta mál er búið að vera mikið á reiki og fyrstu upplýsingar okkar voru að það yrðu engar þrettándabrennur í borginni en það mun hafa verið tekin ákvörðun í morgun um að hafa brennuna í Gufunesi.
Gibson Surathep var brennustjóri á gamlársbrennunni í Gufunesi en sú brenna heppnaðist mjög vel og veðurguðirnir með höfuðborgarbúum í liði. - JGH

Bálkösturinn verður á sama stað og venjulega, eða handan við gamla Gufunesbæinn - vestanmegin, í átt að Skemmtigarðinum.

Gibson Surathep var brennustjóri fyrir hönd borgarinnar á gamlársbrennunni í Gufunesi.


