„Við skýin erum bara‘ að kíkja‘ á leiki mannanna“

5. júní 2025

MAGNAÐAR SKÝJAMYNDIR. Þær eru magnaðar skýjamyndirnar sem Grafarvogsbúinn Guðrún Ólafsdóttir hefur birt á FB-síðu sinni undanfarna daga teknar úr Fannafoldinni. 


Það er eitthvað dulúðlegt við það þegar ský hrannast upp með mynstri sem kemur og fer á augabragði.


Það er stundum sagt að eitthvað sé skrifað í skýin. En Spilverk þjóðanna samdi lag og söng um skýin á sínum tíma.


Við skýin felum ekki sólina‘ af illgirni,

við skýin erum bara‘ að kíkja‘ á leiki mannanna.

Við skýin sjáum ykkur hlaupa í rokinu,

klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum

eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans,

við skýin erum bara grá – bara grá.

Á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?


Við birtum hér þrjár myndir frá Guðrúnu þar sem skýin leika listir sínar yfir Grafarvogi að kvöldlagi.   - JGH

Svona getur enginn teiknað nema móðir náttúra.

Þau mynda mynstur augnabliksins - og eru svo sjálf mynduð.

Þessi er góð - mjög svo!