Ljósin munu tala saman

23. ágúst 2025
SAMTENGING!  Það gengur mikið á í umferðinni á Höfðabakkabrúnni þessa dagana vegna framkvæmda sem miðast fyrst og fremst að því að setja upp ný og tæknivæddari umferðarljós - sem og að auka öryggi gangandi vegfarenda og hjólareiðamanna á nokkrum gatnamótum við Höfðabakkann - meðal annars brúnni.

Þegar Grafarvogur.net leitaði upplýsinga hjá eftirlitsaðila um þessar framkvæmdir - og birst hafa að undanförnu - kom fram að um nýjustu tækni er að ræða í ljósbúnaðinum og lögð er áhersla á að samtengja ljósastýringuna á öllum gatnamótum Höfðbakkans.

Með öðrum orðum: Ljósin eiga að tala saman. 

Vonandi mun þær samræður ganga vel.  - JGH