Klukkutími þar til fundurinn byrjar - dr. Páll Líndal mætir á fundinn

15. maí 2025
TÍMAGLASIÐ AÐ RENNA ÚT FYRIR FUNDINN. Nú er aðeins klukkutími þangað til baráttu- og samstöðufundur okkar Grafarvogsbúa hefst í Rimaskóla, þ.e. kl. 17:30. 

Þrátt fyrir mikið mótlæti Grafarvogsbúa í baráttunni við meirihlutann í borgarstjórn er aldrei eins mikilvægt að standa saman gegn mjög svo óréttlátri þéttingu byggðar hér í GRÓNUM GRAFARVOGI. 

Höldum áfram að skila inn athugasemdum á vefinn Okkar Grafarvogur. Sjá hér.

Dr. Páll Líndal umhverfissálfræðingur mætir á fundinn og flytur stutt erindi.

Við birtum hér grein sem hann skrifaði um Græna gímaldið í lok janúar. Hér er hún.

Dr. Páll Líndal fyrir framan Græna gímaldið sl. vetur.