Glæsilegt - yfir eitt þúsund mótmælt og baráttufundur í Rimaskóla í dag kl. 17:30
Á RAUÐU LJÓSI. Núna hafa yfir eitt þúsund mótmælt þéttingu byggðar í Grafarvogi og vonandi að nýju borgarstýrurnar staldri við og vinni með íbúunum og hætti við þéttingu byggðar í grónum Grafarvogi. Samstöðufundur verður í Rimaskóla í dag kl. 17:30 til að fara yfir stöðuna og klára dæmið.
Nýju borgarstýrurnar geta ennþá hætt við að auglýsa nýtt deiluskipulag í Grafarvogi í sumar. Ákvörðunin er þeirra.
ÞÉTTINGIN KOMIN Á RAUTT LJÓS?
Áætlað er 20 til 25 byggingarkranar verði reistir á hinum fjórtán þéttingarreitum sem áformað er að byggja á. Nýju borgarstýrurnar gætu metið hin kröftugu mótmæli sem svo að þær séu lentar á rauðu ljósi með þéttinguna.
Myndin hér að ofan er tekin við ein erfiðustu gatnamót Grafarvogs á virkum degi, góðvirðisdegi kl. 13:30, og horft til suðurs. Þarna er gífurleg umferð og mikilvægt að eiga gott rými til að laga þessi gatnamót vegna stóraukinnar umferðar næstu árin.
En nei, á vinstri hönd við svarta sendibílinn á opnunarmyndinni er einn af þéttingarreitunum - og þar stendur til að fara í verulegar framkvæmdir og þrengja að gatnamótunum frekar en hitt. - JGH

Þarna stendur til að þrengja að gatnamótunum með nýjum húsum. Á svæðinu fyrir ofan hvíta sendibílinn verður byggt nýtt einbýlishús og til hliðar við það koma ný parhús og raðhús. Alls fjórtán íbúðir.

Einbýli - parhús - og raðhús. Alls 14 íbúðum verður troðið niður við þessi helstu gatnamót Grafarvogs; gegnt bensínstöð Orkunnar og Gullnestis.

Fólk að koma sér fyrir og salurinn senn að fyllast. Frá íbúafundinum margumtalaða 20. mars sl.

Troðfullur salurinn og Grafarvogsbúar létu svo sannarlega í sér heyra.