Hver stórstjarnan af annarri á tónleikum Lions í Grafarvogskirkju nk. fimmtudagskvöld. Miðasala gengur vel

9. nóvember 2025

Það verður hver stórstjarnan af annarri á stórtónleikum Lions í Grafarvogskirkju næstkomandi fimmtudagskvöld en þessir tónleikar eru árlegt verkefni hjá Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi og mun þetta vera 21. árið í röð sem þeir eru haldnir. Allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar BUGL og Líknarsjóði Fjörgynjar og styðja listamennirnir verkefnið með vinnu sinni. Vel gert. 


Þór Steinarsson hjá Lionsklúbbnum Fjörgyn segir að miðasala gangi vel og betur en í fyrra og hvetur hann Grafarvogsbúa til að tryggja sér miða og eiga ánægjulega kvöldstund í kirkjunni.


Listamennirnir sem koma fram eru:

Baggalútur.

Dísella Lárusdóttir.

Emmsjé Gauti.  (Gauti Þór Másson).

Gissur Páll Gissurarson.

Greta Salóme Stefánsdóttir.

Guðrún Gunnarsdóttir.

Guðrún Árný Karlsdóttir.

KK.  (Kristján Kristjánsson).

Páll Rósinskranz

og 

Þór Breiðfjörð.


Undirleikari verður Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kynnir verður Felix Bergsson.  Miðaverð er 7.500 krónur.  - JGH

Guðrún Gunnarsdóttir.

Dísella Lárusdóttir.

Emmsjé Gauti.

Gréta Salome Stefánsdóttir.

Kristján Kristjánsson, KK.

Páll Rósinkranz.

Þór Breiðfjörð.

Baggalútur.

Felix Bergsson verður kynnir á tónleikunum.

Gissur Páll Gissurarson.

...og síðast en ekki síst; Guðrún Árný Karlsdóttir.