Forseti Íslands heiðursgestur á 25 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju sunnudaginn 16. nóv.
Það verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju í sérstakri hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn 16. nóv. klukkan 11 að morgni, þegar haldið verður upp á glæsilegt 25 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju. Heiðursgestur verður forseti Íslands,
frú Halla Tómasdóttir.
Grafarvogskirkja er sérlega glæsileg bygging og það voru margir sem lögðu hönd á plóginn í sjálfboðaliðsstarfi þegar hún var vígð 18. júní árið 2000.
25 ára vígsluafmælið um næstu helgi verður hið veglegasta. Vígðir þjónar, kórar og tónlistarfólk kirkjunnar taka þátt í hátíðarguðsþjónustunni.
Léttar veitingar verða í boði sóknarnefndar og eru Grafarvogsbúar svo sannarlega hvattir til að mæta í þessa glæsilegu hátíðarguðsþjónustu og fagna merkum áfanga í sögu sóknarinnar. - JGH

Hún verður glæsileg hátíðarguðsþjónustan um næstu helgi, sunnudaginn 16. nóv., þegar haldið verður upp á 25 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju. Gerum þetta veglegt og mætum öll til að fagna merkum áfanga.

Heiðursgestur í hátíðarguðsþjónustunni um næstu helgi verður forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir.


