Dansinn dunar á bankaballinu - fjárfestar Kviku eru tvímælalaust fjárfestar ársins
DANSINN DUNAR Á BANKABALLINU. Fjárfestar Kviku hlægja alla leið í næsta banka en þeir eru tvímælalaust fjárfestar ársins. Í nýjasta þætti Hluthafaspjalls ritstjóranna, hlaðvarps okkar Sigurðar Más Jónssonar á efnisveitunni Brotkast.is, ræðum við um dansinn á bankaballinu. Sjá lítið brot hér.
Kvika er það félag sem hefur hækkað mest í Kauphöllinni á síðustu tólf mánuðum og bæði Íslandsbanki og Arion banki boðið bankanum upp í dans; þ.e. sameiningarviðræður. Stjórn Kviku tók boði Arion banka.
Bréfin í bankanum hafa hækkað um 57% á innan við einu ári - og takið eftir; og það þrátt fyrir 23 milljarða króna arðgreiðslu til eigenda vegna sölunnar á TM – og 2ja milljarða arðgreiðslu vegna hagnaðar síðasta árs.
Í ljósi þessa hefur Kvika verið sögð „sætasta stelpan á ballinu“. Svo er bara að sjá hvernig dansinn hjá Arion og Kviku endar.
Verður það hnapphelda eða ei? - JGH

Þrátt fyrir að hluthafar Kviku hafi greitt út 23 milljarða í arð vegna sölunnar á TM og 2 milljarða til viðbótar vegna hagnaðar síðasta árs þá hefur gengi bréfa í bankanum hækkað mest allra í Kauphöllinni á síðustu tólf mánuðum.

Arion banki og Kvika dansa núna saman á gólfinu. Hvernig endar þær samningaviðræður? Verður það hnapphelda eður ei?