Hluthafaspjall ritstjóranna - Þórður Pálsson í heimsókn: Vaxandi líkur á harðri lendingu
Þórður Pálsson, fjárfestingastjóri Sjóvár, mætti að þessu sinni í Hlutahafaspjall ritstjóranna, hlaðvarp okkar Sigurðar Más Jónssonar á efnisveitunni Brotkast.is Hér má sjá viðtalið.
Sigurður Már ræddi við hann og fóru þeir m.a. yfir ástand og horfur í íslenska hagkerfinu en Þórður telur vaxandi líkur á harðri lendingu í hagkerfinu. Það fari þó eftir því hvernig hlutirnir eru skilgreindir.
Um leið er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun á vinnumarkaði og hvort að kjarasamningar verði raunsæir í ljósi stöðunnar.
Þórður vann um árabil í Danmörku og þekkir danska vinnumarkaðinn vel og segir að Íslendingar ættu að horfa til Danmerkur þegar kemur að vinnumarkaðsmódelum. - JGH

