Magnús Harðarson gestur Hluthafaspjalls ritstjóranna: Áhugavert að fá Landsbankann í skráningu

7. nóvember 2025

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, Kauphallarinnar, mætti að þessu sinni í Hlutahafaspjall ritstjóranna, hlaðvarp okkar Sigurðar Más Jónssonar á efnisveitunni Brotkast.is Hér má sjá brot úr viðtalinu.


Sigurður Már ræddi við hann og kom fram hjá Magnúsi að mikil tækifæri séu í skráningu ýmissa stærri fyrirtækja í eigu ríkisins og tiltekur þar sérstaklega Landsbankann og Landsvirkjun.


Nú þegar flest fjármálafyrirtæki landsins eru skráð í kauphöllina er margt sem bendir til þess að það geti verið heppilegt að spegla rekstur Landsbankans við rekstur annarra fjármálafyrirtækja í kauphöllinni. - JGH