Hluthafaspjall ritstjóranna. Hér má sjá nýjasta þáttinn í heild sinni

11. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Það er óhætt að segja að boltinn rúlli víða í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjalli ritstjóranna, á efnisveitunni Brotkast.is, þar sem við ræðum málin að venju af miklu hispursleysi. 

Við fjöllum um stóraukinn hagnað bankanna; enska boltann hjá Sýn; dans og tilhugalíf Arion og Kviku á bankaballinu; Alvotech og tolla Trumps; væntingar með JP Marel; horfurnar hjá Play, áhrif lítils hagvaxtar á ríkisfjármálin; Ísland og norræna vinnumarkaðsmódelið og sitthvað fleira. Líflegur þáttur - eins og vera ber - og takið eftir: hér má sjá þáttinn í heild sinni, líkt og síðast.  - JGH

Hér má sjá þáttinn í heild sinni á Brotkast.is