Hér kemur sjóðheitt sjónvarpsviðtal sem ég tók við bankastjóra Íslandsbanka í hádeginu

16. maí 2025

HLUTHAFASPJALLIÐ. ALMENNINGUR tók heldur betur við sér í útboði ríkisins á 45,2% hlut þess í Íslandsbanka - og kláraði nánast úboðið fyrir um 90 milljarða króna þannig að það er sáralítið eftir, ef nokkuð, fyrir stóra fagfjárfesta eins og lífeyrissjóðina og erlenda fjárfesta.


Bankastjóri Íslandsbanka, Jón Guðni Ómarsson, hefur staðið í ströngu ásamt öðrum starfsmönnum bankans í tengslum við útboðið.


Hann var að vonum ánægður þegar ég náði honum í sjóðheitt sjónvarpsviðtal í hádeginu í dag, föstudag, í HLUTHAFASPJALLINU okkar Sigurðar Más á Brotkast.is, rétt áður en hann lagði af stað austur í Skaftafellssýslu en hann mun hefja göngu á Vatnajökul klukkan tvö í nótt. Sjá viðtalið hér.