Hér er rjóður og hér á að troða niður einbýlishúsi með 2 íbúðum. TIL HVERS?

13. maí 2025
Kæru Grafarvogsbúar. Munum samstöðufundinn í Rimaskóla kl. 17:30 á fimmtudag og höldum áfram að mótmæla þéttingu byggðar í Grafarvogi. 

Sjáið til dæmis þetta svæði hér við ein fjölförnustu gatnamót í Grafarvogi við Gullinbrú og Hallsveg. Fyrir aftan miðljósin og hljóðmönina er lítið rjóður; fyrir ofan einbýlishúsið Vesturfold 54, í botnlanganum. 

Nema hvað - þarna áformar borgin að troða 2ja hæða einbýlishúsi með tveimur íbúðum. Sem merkir að þessi ágæta götumynd verður breytist næstu árin. 

Krani, byggingarvinna og tilheyrandi jarðrask við mjög fjölfarinn hjóla- og göngustíg í grónu hverfi þar sem núverandi aðalskipulag hefur aldrei gert ráð fyrir einbýlishúsi. Enn og aftur spyrjum við: TIL HVERS?  - JGH

Lítið fallegt rjóður í botnlanga fyrir ofan Vesturfold 54. Þarna á byggja einbýlishús með tveimur hæðum.

Horft niður hjóla- og göngustígin að átt að gatnamótunum. Þarna til hægr á að byggja einbýlishúsið.

Hér sést þetta í Skipulagsgáttinni.

Mikið notaðar göngu- og hjólaleiðir allt um kring í mjög grónu hverfi. Nei, hér þarf að breyta aðalskipulagi og troða niður einbýlishúsi með tveimur íbúðum.