Þetta segir Heilbrigðiseftirlitið um númerslaus bílflök í borgarlandinu
REGLURNAR! Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur svarað fyrirspurn Grafarvogs.net um þær reglur sem gila um númerslaus bílflök í borgarlandinu - en ábendingar um númerslausa bíla, hvort heldur á bílastæðum í íbúðahverfum eða á spildum borgarinnar, skal senda á Heilbrigðiseftirlitið sem tekur þá málið í sínar hendur.
Ívar Örn Árnason heilbrigðisfulltrúi
svaraði eftirfarandi spurningum Grafarvogs.net:
1. Hvaða reglur gilda almennt um númerslaus bílhræ sem í leyfisleysi hefur verið komið fyrir á reitum sem tilheyra borgarlandinu?
„Heilbrigðiseftirlitið (HER) hefur heimildir fyrir því að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar (og sambærilega hluti) á lóð borgarinnar að undangenginni viðvörun, sbr. grein 18 í hollustuháttareglugerðinni (903/2024) og grein 14 í reglugerð um meðhöndlun úrgangs.“
2. Hvaða reglur gilda um númerslausa bíla sem lögreglan hefur merkt að séu úr umferð og eru í bílastæðum í íbúðahverfum?
„Þegar það kemur að bifreiðum sem eru skráðar „Úr umferð“ í ökutækjaskrá þá er litið á þær sem númerslausar bifreiðar því skráningarnúmerin eru úr umferð. Þegar ábending berst til Heilbrigðiseftirlitsins um að bifreið sé númerslaus eða skráð „Úr umferð“ á borgarlóð þá er límdur viðvörunarlímmiði á rúður hennar með frest um að láta fjarlægja bifreiðina (eða setja á hana gild skráningarnúmer).“
- JGH

„Heilbrigðiseftirlitið (HER) hefur heimildir fyrir því að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar (og sambærilega hluti),“ segir heilbrigðisfulltrúi.

Ábendingar um bílhræin þurfa að berast til Heilbrigðiseftirlitgs Reykjavíkur.