Gufa í Gufunesi. Kría er ljúf fargufa við fallega strönd í Gufunesi

Krían í Gufunesi er sex manna og með stórkostlegt útsýni. Þessi hönnun komst á lista The Times yfir bestu fargufur í Bretlandi.
KRÍAN KOM Í BYRJUN SUMARS
„Ég fékk Kríuna mína til landsins í byrjun sumars og viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Brynja. „Þetta er skemmtileg umhverfi og talsvert um að vera hérna á ströndinni þar sem fólk nýtur þess að fara í sjóinn og svo er Reykjavík Jet Skis með aðstöðu hérna á svæðinu. Hér lægir oft á kvöldin og þau eru í raun engu lík; mikil kyrrð með fallegu sólsetri við sundin blá.“
En hvers vegna nafnið Kría?
Krían er svo skemmtilegur fugl, einn þekktasti farfuglinn okkar og flýgur langar leiðir til að komast hingað á sumrin. Hún er lítil og nett, fer víða, hugsar vel um sína og er sniðug og útsjónarsöm. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér.“
MEÐ AÐRA NÁLGUN EN FLESTAR FARGUFUR
Margar fargufur eru svartar en ekki Krían í Gufunesi. „Nei, hún varð að vera hvít. Annað koma ekki til greina! Krían er jú hvít að miklu leyti.“
Að sögn Brynju er hún með aðra nálgun en flestar fargufur. „Fólk pantar tíma og er í sínu rými í friði og ró í gufunni en ég er fyrir utan gufuna, sé um að kynda gufuna og er til taks fyrir gesti á meðan á gufustundinni stendur.“
Krían er farfugl en fargufan Kría hefur fundið sér sinn stað og hreiðrað um sig í Gufunesi. - JGH

Gyllta sandströndin í Gufunesi. Einstök náttúruperla.

Margar fargufur eru svartar en auðvitað er Krían hennar Brynju hvít. Annað kom að sjálfsögðu ekki til greina.

Brynja Dögg Friðriksdóttir, eigandi Kríunnar, er ánægð með viðtökurnar. Hér speglast hún skemmtilega í hurð fargufunnar.

„Krían er svo skemmtilegur fugl. Hún er lítil og nett, fer víða, hugsar vel um sína og er sniðug og útsjónarsöm. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Krían komin til landsins í byrjun sumars. Hér í Þrengslunum á leið í Gufunesið.