Gosið á endaspretti - talsverður munur á svifryki í Laugarnesi eða Grafarvogi
ELDGOSIÐ. Margt bendir til þess að eldgosið á Reykjanesskaga - það tólfta í röðinni í þessari hrinu - sé nú komið á endasprett. Einn gígur er enn virkur en verulega hefur dregið úr virkni hans.Þótt gosinu ljúki á næstu dögum gæti gosmóðan hangið yfir eitthvað lengur.
MUNUR Á LAUGARNESI EÐA GRAFARVOGI
Til þessa hefur Grafarvogur.net miðað við mælinn í Laugarnesi sem mælir bæði svifryk og brennisteinsdíóxíð (eldfjallagas). í Húsaskóla (Dalshúsum) er mælir sem mælir einvörðungu svifryk. Það vekur athygli að það er talsverður munur á svifryki í Grafarvogi en í Laugarnesinu. (Sjá meðfylgjandi töflur).
Á vef Veðurstofunnar - uppfært kl. 14:30 í dag - segir að gosvirkni hafi hægt á sér frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og mjatlast hraunið áfram til austurs og suðausturs. Lítil hreyfing er á ystu jöðrum hraunsins.
„Gosórói fór niður á við á milli klukkan 6 og 7 í morgun, í takt við virkni gígsins, og hefur haldist nokkuð lágur síðan þá,“ segir á vef Veðurstofunnar.
„Mælingar á brennisteinsdíoxíði (SO₂) í morgun sýna útstreymi á bilinu 25 - 44 kílógrömm á sekúndu, sem er veruleg lækkun frá deginum áður.“ - JGH

Kl. 03:40 í nótt. Gýs aðeins úr einum gíg og allt hefur hægt mjög á sér.

Í hádeginu í dag; kl.12:20. Gosóróinn hefur gengið verulega niður og útlit fyrir að gosið sé að fjara út.
LAUGARNES SÍÐDEGIS - KL. 18:00

Grænar og ágætar tölur varðandi svifryk og gasmengun í Laugarnesi kl. 18:00 síðdegis.
GRAFARVOGUR - HÚSASKÓLI - KL. 18:00

Talsvert minna svifryk í Grafarvogi en Laugarnesi kl. 18:00.