Fjörugu sumarskákmóti Fjölnis lokið - 101 þátttakandi, þar af 50 úr Grafarvogi
FJÖR OG FIMI Í SKÁK! Það var bæði fjör og skákfimi á hinu vinsæla Sumarskákmóti Fjölnis sem haldið var í tuttugasta skiptið á dögunum. Þátttakan brást ekki frekar en fyrri daginn því 101 skráði sig til leiks. Rótarý gaf öll verðlaunin og Helgi Áss Grétarsson, Íslandsmeistari í skák, mætti og tefldi fjöltefli í klukkustund á tólf borðum. Krakkarnir hópuðust í kringum Íslandsmeistarann.
Sigurvegrar og handhafar Rótarý-bikarana að þessu sinni voru þau
Theodór Helgi Eiríksson, Foldaskóla í eldri flokki,
Dagur Sverrisson, Vesturbæjarskóla í yngri flokki, og
Sigrún Tara Sigurðardóttir, Rimaskóla í stúlknaflokki.

Sigurvegrar og handhafar Rótarý-bikarana að þessu sinni voru þau Theodór Helgi Eiríksson, Foldaskóla í eldri flokki, Dagur Sverrisson, Vesturbæjarskóla í yngri flokki, og Sigrún Tara Sigurðardóttir, Rimaskóla í stúlknaflokki.
Kjartan Eggertsson, forseti Rótarý í Grafarvogi, var heiðursgestur mótsins að þessu sinni en Rótarýklúbburinn gaf alla verðlaunagripi mótsins.
Kjartan ávarpaði þátttakendur og afhenti æfingameisturum vetrarins verðlaunagripi, þeim Fjölniskrökkum Emilíu Emblu og Tristani Fannari. Kjartan lék loks fyrsta leikinn fyrir Sigrúnu Töru sem er liðsmaður skáksveitar Rimaskóla.
Verðlaunin 50 dreifðust á efstu sætin, þá sem náðu 3 vinningum af 5.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum: Sumarleikföng og spil frá Hagkaup, Gjafabréf frá Domino´s og SAM-bíóunum, íþróttahandklæði frá Jóa útherja og gjafabréf frá Bókabúð Grafarvogs.
Skákstjórar voru þeir Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og Gauti Páll Jónsson.

Æfingameistarar Fjölnis 2024 - 2025; Tristan Fannar og Emilía Embla sem leiða skáksveit Rimaskóla, Íslandsmeistara barnaskólasveita 2025.

Kjartan Eggertsson, forseti Rótarý í Grafarvogi, var heiðursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn.