Gleðilegu jól kæru Grafarvogsbúar og bestu þakkir fyrir frábærar viðtökur

24. desember 2025

Gleðileg jól, kæru Grafarvogsbúar og bestu þakkir fyrir þær frábæru viðtökur sem fréttavefurinn okkar, Grafarvogur.net, hefur fengið. 


Meðfylgjandi myndir voru teknar í aftansöngnum í Kirkjuselinu í Spönginni áðan en hann hófst kl. 17:00.


Sóknarpresturinn okkar, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, þjónaði fyrir altari og kórinn Vox Populi leiddi söng undir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista.


Einsöngur: Marína Ósk Þórólfsdóttir.


Gleðileg jól. - JGH

Í aftansöngnum í Kirkjuselinu í Spöng kl. 17:00 og hátíðleikinn og kyrðin allt um lykjandi.

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur þjónaði í aftansöngnum í Kirkjuselinu kl. 17.

Vox Populi leiddi sönginn í Kirkjuselinu síðdegis í dag; aðfangadag.