Gleðilegt sumar kæru Grafarvogsbúar - og takk aftur fyrir frábærar viðtökur
24. apríl 2025
GLEÐILEGT SUMAR kæru Grafarvogsbúar og landsmenn allir. Fallegt veður í dag og vonandi er það forspil að góðu veðri í sumar.
Það er ekki oft sem sumardagurinn fyrsti flaggar hitatölu upp á 15 stig líkt og í dag - oftar en ekki hafa húfur og eyrnabönd sett svip sinn á sumarkomuna á Íslandi.
Og takk enn og aftur Grafarvogsbúar fyrir þær frábæru viðtökur sem vefurinn hefur fengið frá því hann fór í loftið en þrettán þúsund hafa farið inn á hann að jafnaði á viku.
Bestu þakkir!

Það er ekki oft sem sumardagurinn fyrsti býður upp á svona hitakort - 15 stiga hiti í dag.