Stenst þetta? Ekkert að gerast í snjómokstri í Grafarvogi í morgun skv. Borgarvefsjáinni
30. október 2025
Það er forvitnilegt að skoða Borgarvefsjána varðandi vetrarþjónustu í Grafarvogi í morgun. Það virðist ekkert hafa verið mokað frá klukkan 8:30 til 10:30 í morgun. Stenst þetta?
Grafarvogsbúar - fylgist endilega með mokstri gatna og stíga í Grafarvogi á Borgarvefsjánni; vetrarþjónustu. Getið ætíð farið inn á hana hérna. - JGH

Getur þetta staðist? Er búið að moka allar götur í Grafarvogi? Enginn mokstur í Grafarvogi á bilinu 8:30 til 10:30 í morgun, skv. Borgarvefsjánni.
