Hvað er búið að moka margar götur í Grafarvogi? Hvað segir borgarvefsjáin?

29. október 2025

Hvað er búið að moka margar götur og stíga í Grafarvogi? Það er spurning sem margir Grafarvogsbúar velta núna fyrir sér. Til er athyglisverður vefur, borgarvefsjáin þar sem ku vera hægt að skoða þetta. Sjá hér. 


Grafarvogsbúinn og ritstjórinn, Jónas Ragnarsson, benti Grafarvogi.net á að hægt væri að fylgjast með mokstri gatna og stíga á þessum vef. Hann setti samt ákveðið spurningamerki við útkomuna.


Við fyrstu sýn virðist hún ekki fullnægjandi eða ekki uppfærð nægilega því lítið virðist hafa verið mokað þegar hún er skoðuð - nema ef til vill göngustígar. Snjómokstur gatna er það sem greiðir fyrir umferð fólks til og frá vinnu og skiptir auðvitað gríðarlegur máli.


Kæru Grafarvogsbúar - skoðið borgarvefinn endilega og metið stöðuna í snjómokstrinum.


Moksturinn í íbúðahverfum gengur eflaust hægt eins og flestum finnst hafa verið undanfarin ár.


(Fréttin hefur verið uppfærð).  - JGH

Borgarvefsjáin  vetrarþjónusta á að segja okkur hvernig staðan er á sjónmokstri hverju sinni í Reykjavík. Kortið sýnir moksturinn frá 11:30 í gær til klukkan 22:30. Eitthvað virðist þurfa að uppfæra hana betur - nema fár götur hafi verið mokaðar í íbúðahverfunum í Grafarvogi.

Grafarvogsbúinn Örn Leós Stefánsson skrifar á FB í dag og birtir þessa mynd: „Týnd snjóruðningstæki. Lýst er eftir snjóruðningstækjum í Grafarvogi. Fóru að heiman í vor og hafa ekki sést síðan. Ef einhver hefur orðið var við þessi tæki þá endilega vísið þeim heim á ný!!“