Fyrsti sunnudagur í aðventu á morgun - mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni

29. nóvember 2025

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og á mörgum heimilum er hann haldinn hátíðlegur og víða hefð fyrir því að fjölskyldur komi saman til að hefja undirbúning jóla; svo sem að baka smákökur, skera laufabrauð, skreyta, setja upp jólakransinn og kveikja á fyrsta kertinu af fjórum í kransinum - nú eða hvað eina sem gert er á þessum degi til hátíðarbrigða. 


Að sjálfsögðu verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju á aðventunni og hægt að nálgast aðventudagskrána á heimasíðu kirkjunnar.


FYRSTI SUNNUDAGUR Í AÐVENTU Í GRAFARVOGSKIRKJU

Dagskráin á morgun í kirkjunni, fyrsta sunnudag í aðventu, hefst með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju kl. 11:00 þar sem börn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur þjónar. Sunnudagaskóli er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar.


Selmessa verður í hinu fallega Kirkjuseli í Spöng kl. 13:00 þar sem sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar.


AÐVENTUHÁTÍÐIN VERÐUR KLUKKAN ÁTJÁN Á MORGUN

Loks verður glæsileg aðventuhátíð í Grafarvogskirkju kl. 18:00 á morgun þar sem allir kórar kirkjunnar syngja. Organistar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný EinarsdóttirSigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður flytur hugvekju. - JGH

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, sóknarprestur í Grafarvogi. Það verður mikið um að vera í Grafarvogskirkju á morgun, fyrsta sunnudag í aðventu. Dagskráin hefst með guðþjónustu í kirkjunni kl. 11 þar sem sr. Arna Ýrr þjónar. Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13:00 þar sem sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar. Þá verður tilkomumikil aðventuhátíð kl. 18 í kirkjunni þar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður flytur hugvekju.

Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður flytur hugvekju á aðventuhátíðinni í Grafarvogskirkju sem hefst klukkan átján á morgun. Allir kórar kirkjunnar syngja.

Fyrsti sunnudagur í aðventu er víða nýttur til að tína til jólaskrautið og setja aðventuljósin út í glugga.

Kransinn á sínum stað á útidyrahurðinni.

Að venju er hún glæsileg aðventudagskráin til jóla í Grafarvogskirkju.

1. sd í aðventu- 30.nóv.

Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Börn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00
Aðventuhátíð kl. 18:00

Ræðumaður er Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður.

Fimmtud. 4. des
Jólasálmar og Bjór
Ölhúsinu Grafarvogi kl. 17:00

2. sd í aðventu- 7.des
Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00.Börn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram.
Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00

Þriðjudagur 9. des
Jólavinakvöld í Grafarvogskirkju kl. 19:00

Laugardagur 13. des
Jólatónleikar kl. 17:00
Kórar kirkjunnar koma fram

3. sd í aðventu- 14. des
Jólaball í Grafarvogskirkju kl. 11:00

Jólasveinar koma í heimsókn – dansað í kringum jólatréð
Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00
Börn úr Tónlistarskóla Grafarvogs koma fram.

4. sd í aðventu- 21.des
Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00
Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00 – 
Óskasálmar jólanna