Grafarholtið á síðustu öld: Færeyingurinn sagði: Hann hallar um trjá millimetra
Sigurður Hreiðar, 87 ára Grafarholtsbúi og fyrrverandi ritstjóri Vikunnar, er líklega sá núlifandi Íslendingur sem Grafarholtið, Keldnalandið, Úlfarsárdalinn og Blikastaðalandið hvað best. Þetta er æskuslóðir hans. Hann setur annað slagið inn mjög skemmtilegar minningar og myndir inn á FB og þessa setti hann inn fyrr í dag:
„Einhvern tíma á fimmta áratug liðinnar aldarr var skipt um glugga í kjallarastofunni í Grafarholti. Minnir að þar hafi frændi okkar Sigurður Eyvindsson verið að verki. Þegar hann hafði stillt karminn af svo sem honum þóknaðist kom til skjalanna Færeyingur sem um þær mundir var á bænum, stillti sér upp frammi á hlaði og sagði svo: Hann hallar um trjá millimetra.
Þetta þótti viðstöddum sérstakt nokkuð svo verkið var mælt upp aftur af ítrustu nákvæmni. Og rétt reyndist: Gluggakarmurinn hallaðist um trjá millimetra. Upp á færeysku.“

Stórskemmtileg mynd og saga sem Sigurður Hreiðar setti inn á FB fyrr í dag. Myndin er líklegast frá fimmta tug síðustu aldar (stríðsárunum) og sér úr Grafarholtinu yfir Keldnalandið að hluta og Grafarvoginn. Herskip liggur á Elliðavoginum fyrir utan Hamrahverfið; Gufuneshöfðann. Glöggt má sjá veginn í Gufunesið en hann var í notkun þar til Gullinbrú var byggð með Grafarvogshverfinu.

Sigurður Hreiðar, 87 ára Grafarholtsbúi og fyrrum ritstjóri, er sá núlifandi Íslendingur sem þekkir Grafarholtið, Úlfarsárdalinn og Keldnalandið hvað best. Þetta eru æskuslóðir hans.

Þessa æskumynd notar Sigurður á FB-síðu sinni.