Frestur til að mótmæla framlengdur: Stefnir í upprisu 25 krana í Grafarvogi

7. maí 2025
FRESTUR FRAMLENGDUR. Frestur til að gera athugasemdir í Skipulagsgáttinni við þéttingu byggðar í Grafarvogi hefur verið framlengdur til 15. maí. Þrátt fyrir að mikillar tortryggni gæti í garð nýju borgarstýranna um að þær kúvendi í málinu og hætti við þá gefst engu að síður enn tími til að bæta við athugasemdum og mótmæla. 

Þéttingareitirnir eru skilgreindir sem fjórtán talsins en gera má ráð fyrir að kranarnir sem reistir verða við fyrirhugaðar framkvæmdir séu mun fleiri - eða á bilinu 20 til 25, svona lauslega metið. 

Hinn gróni Grafarvogur fær á sig nýbyggingarsvip á næstu árum með öllu því raski sem fylgir troðslu nýrra íbúða í grónum hverfum - gangi ætlun meirihlutans eftir. Kranar, gröfur, vörubílar, steypubílar, nýbyggingar, rykugar götur, og hvað eina sem einkennir hverfi nýbygginga. 

Gerum athugasemdir og mótmælum áfram til 15. maí - það er hægt að snúa þessu við. - JGH