Frábært Fjölnismenn. Loksins sigur og það stórglæsilegur gegn Þrótti

20. júní 2025
LOKSINS!  Hann var svo sannarlega kærkominn sigurinn hjá Fjölnismönnum í fyrstu deildinni í gærkvöldi. Þeir unnu Þróttara með fjórum mörkum gegn einu, 4-1. Magnaður sigur þar sem Fjölnismenn léku manni færri síðustu tíu mínúturnar.

Vonandi veit þessi sigur Fjölnismanna á gott því þeir hafa átt í basli í deildinni í sumar og var þetta þeirra fyrsti sigur í níu leikjum; höfðu fyrir leikinn gert þrjú jafntefli en tapað fimm leikjum.

Þrátt fyrir sigurinn er liðið ennþá í 11. sæti deildarinnar sem er fallsæti. En sigurinn í gærkvöldi veitir liðinu örugglega mikið sjálfstraust og vonandi vinnur það sig upp töfluna í næstu leikjum. 

Þessi leikur lofaði góðu og til hamingju Fjölnismenn með sigurinn. 

Ísinn er brotinn. - JGH