Fjölniskonur í miklu stuði - skoruðu 6 mörk og héldu hreinu
MARKASÚPA Í GRAFARVOGI. Fjölniskonur fóru mikinn gegn KÞ á Fjölnisvellinum við Dalhús í gærkvöldi og unnu leikinn 6-0. Vel gert.
Grafarvogur.net var á leiknum og taldi sig ágætlega inni í heimi íþróttanna en vissi samt lítið um þetta KÞ-lið. Með eftirgrennslan kom í ljós að KÞ er venslaslið Þróttar í Reykjavík. Það er með sama lögheimili og Þróttur og er undir Þróttarahattinum. KÞ stendur samt ekki fyrir Knattspyrnufélagið Þróttur og er með annars konar merki.
Hvað um það - í fallegu veðri léku Fjölniskonur við hvurn sinn fingur og létu netmöskvana finna fyrir því.
Vel gert í alla staði. Alvöru súpa, markasúpa. - JGH

Fjölniskonur voru í ham á iðagrænum Grafarvogsvellinum í gærkvöldi.

Fagnað að hætti hússins.