Fjöldi Íslendinga yfir áttrætt mun tvöfaldast á næstu árum. „Horfum til hjúkrunarheimila“

13. júní 2025

HLUTHAFASPHJALLIÐ. VIÐSKIPTI. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri fasteignafélagsins Reitir, segir að fjöldi einstaklinga yfir áttrætt muni tvöfaldast á næstu tíu árum og í því felist mikil tækifæri fyrir félagið til að láta til sín taka á sviði hjúkrunarheimila. Þess má geta að Reitir eru með risavaxið verkefni í túnfæti Grafarvogs - Korputúninu.


Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más, Hluthafaspjallinu, á Brotkast.is. Guðni er gestur þáttarins ásamt Helga Vífil Júlíussyni. (Sjá meðfylgjandi klippu.)


Í spjalli þeirra Sigurðar Más og Guðna raðar Guðni arðsemi fjárfestinga Reita í þriggja kosta röð. Minnsta arðsemin felist í að kaupa fasteignir í samkeppni við aðra.


„Næstmesta arðsemin er að taka einhverjar eignir og umbreyta þeim, eins og gömlu Icelandair-skrifstofurnar við Nautholsveginn. Þriðja leiðin og sú arðbærasta er að taka þetta algerlega frá grunni, eins og þróunarreiturinn sem við eigum uppi í Korputúni í Mosfellsbæ. Og þar ertu heldur ekki í vandræðum með Samkeppniseftirlitið sem er orðinn stærri hluti í mörgum kaupum á fasteignum. Ef þú kaupir mjög stóra eign þá vaknar alltaf sú spurning hvort þetta sé orðið samkeppnismál eða ekki.“


Guðni nefnir svo möguleikana sem felast í til dæmis byggingu hjúkrunarheimila á næstu árum í ljósi þess að fjöldi einstaklinga yfir áttrætt muni tvöfaldast á næstu tíu árum. „Þetta er eftirspurn sem er ekkert að fara. Okkur langar til að taka þátt í þessu verkefni.“  - JGH