Fjöldi Grafarvogsbúa fagnaði 25 ára vígsluafmæli Grafarvogskirkju í hátíðarguðsþjónustunni í gær

17. nóvember 2025

Skemmtileg mynd frá hátíðarguðsþjónustinni í gær þegar fjöldi Grafarvogsbúa fagnaði 25 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Litla hnátan á myndinni vildi geta séð almennilega á altarið og hvað þar færi fram. Ungur nemur gamall temur.


Forsetahjónin, frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, voru heiðursgestir í guðsþjónustunni.


Kirkjan skartaði sínu fegursta á þessum hátíðardegi í sögu Grafarvogssóknar. Messan var tekin upp af RÚV og verður flutt í útvarpinu 14. des. nk.


Á eftir voru veitingar; einstakt kirkjukaffi að hætti Grafarvogskirkju.


Við látum hér nokkrar myndir sem birtar eru á heimasíðu Grafarvogskirkju fylgja með. 

Hátíðleg stund og kórarnir stóðu sannarlega fyrir sínu; kór Grafarvogskirkju og Vox Populi. Organistar voru Lára Bryndís Eggertsdóttir og Guðný Einarsdóttir.

Fjöldi Grafarvogsbúa sótti hátíðarguðsþjónustuna og þáði veitingar eftir messuna. Veitingar að hætti Grafarvogskirkju.

Forsetahjónin voru heiðursgestir í hátíðarguðsþjónustuinni þar sem vígðir þjónar kirkjunnar þjónuðu fyrir altari en prédikunina flutti séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur. Frá vinstri séra Aldís Rut Gíslasdóttir, Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, formaður sóknarnefndar, Ólafur Sverrisson, ritari sóknarnefndar, forsetahjónin Björn Skúlason og frú Halla Tómasdóttir, séra Sigurður Grétar Helgason, Kristín Kristjánsdóttir djákni og séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur.