Fánadagur í dag - Áfram Ísland á EM í Sviss

2. júlí 2025

FÁNADAGUR.  Í dag gerum við daginn að fánadegi enda fyllsta ástæða til að draga íslenska fánann að húni því íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik gegn Finnum kl. 16 í dag á EM í Sviss.


Leikurinn fer fram á Stockhorn Arena í bænum Thun í Sviss sem er suður af borginni Bern þar sem þingið situr - en engin skildgreind höfuðborg er í Sviss.


Búist er við um 1.500 íslenskum stuðningsmönnum á leikinn.


ÁFRAM ÍSLAND. - JGH

Drögum íslenska fánann að húni og hvetjum okkar konur í Sviss.

Þær koma vel stemmdar og undirbúnar til leiks.

Búist er við 1.500 Íslendingum á leikinn í Sviss í dag.