Fannfergi án fordæma - 100 ára gamalt októbermet slegið. Mokað í íbúðahverfum

29. október 2025

Fannfergið á auðvitað hug allra í höfuðborginni þessa dagana og ljóst að íbúar bíða spenntir eftir að mokstur gangi fljótt og vel í íbúðahverfum í dag. Samkvæmt Morgunblaðinu í morgun virðist búið að ryðja stofnbrautir og áherslan í dag og á morgun verður á íbúðahverfin. Sjá frétt mbl.is um að þetta gangi þokkalega en hægt.


Morgunblaðið segir einnig frá því í dag í mjög athyglisverðri frétt á forsíðu blaðsins í morgun segir að fannfergið núna sé án fordæma í október og að yfir 100 ára gamalt októbermet hafi verið slegið.


Við birtum hér grafíska mynd úr Morgunblaðinu sem sýnir þetta vel. Sem og skjáskot af forsíðunni.


Öflug grafík í alla staði og forsíðan sterk. (Forsíðumynd Mbl. Eyþór). - JGH

Forsíðufrétt Morgunblaðsins í morgun um að snjókoman núna sé án fordæma í október og að októbermet hafi verið slegið.

Vel unnin frétt í Mogga dagsins og þessi fína grafík í blaðinu segir allt sem segja þarf. 100 ára gamalt októbermet slegið.