Þessi golfari lætur ekki dagatalið trufla sig við áhugamálið
26. desember 2025
Jólagolf.
Grafarvogsbúinn Sigurbergur Kristjánsson
tók þessa frábæru mynd á morgungöngu sinni á þessum öðrum degi jóla. Kylfingur á Korpunni - svolítil nepja, en hvað er það þegar hvíta kúlan á í hlut. Aldrei vont veður, segja kylfingar - bara klæða sig vel.
Fyrirsögnina á Sigurbergur en hann sendi myndina til mín með þessum orðum: „Þessi golfari lætur ekki dagatalið trufla sig við áhugamálið.“
Verður ekki betur orðað.
Bestu þakkir fyrir myndina.
Gleðilegan annan í jólum, kæru Grafarvogsbúar. - JGH

Í morgun, annan í jólum á Korpu. Frábær mynd með mikla kontrasta þar sem svarthvíta hetjan okkar, Esjan sjálf, leikur stórt hlutverk í bakgrunni.
