Takk fyrir komuna! Hressir stákar úr Kópavogi kynntu Takk-appið í Bónus í Spönginni
Þessir hressu piltar voru í stuði í Bónus í Grafarvogi og fullir þakklætis þegar viðskiptavinir sóttu verslunina heim í dag en framan á þeim stóð skýrum stöfum Takk. Það er svo sem á hverjum degi sem tekið er á móti manni með einu stóru takki og hvort maður hafi kynnt sér takk, nýtt app frá Högum sem heldur utan um nýtt vildarkerfi Haga.
Það var sl. miðvikudag sem Hagar kynntu vildarkerfið og settu appið í loftið. Það er einfalt og skilvirkt í notkun og mun bæta kjör, þjónustu og upplifun viðskiptavina Haga. Meðlimir í Takk-appinu fá aðgengi að sérstökum kjörum og fríðindum hjá Bónus, Hagkaup og Eldum rétt.
Appið veitir viðskiptavinum einnig aðgang að fleiri áhugaverðum tilboðum hjá samstarfsaðilum eins og Glans, Grill 66 og Lemon auk þess sem það veitir aðgengi að fjölbreyttum viðburðum, skemmtilegum leikjum og frekari þjónustu, skv. kynningu Haga.
Kurteisi kostar ekkert og það kostar heldur ekkert að þakka fyrir sig og segja takk - ekki satt? - JGH

Hressir strákar úr Kópavogi sem kynntu Takk-vildarkerfið í Bónus í Spönginni. Auðvitað var þeim þakkað fyrir að koma í Grafarvog með einu orði; takk.


