Kvöldsónata í kyrrðinni í Grafarvogi - borgarljós og Bryggjuhverfi
Veðrið er hið klassíska umræðuefni - og ekki bara hér á landi. Það hefur verið einmuna tíð á höfuðborgarsvæðinu í vetur og snjólétt - sem betur fer - fyrir utan auðvitað hvellinn í lok október.
Þetta var sýnin út um gluggan á skrifstofu Grafarvogs.net í kyrrðinni sl. föstudagskvöld.
Borgarljósin urðu að eins konar vel samdri sónötu sem dansaði um á litríku nótnablaði; fallegri kvöldsóntu. - JGH

Ljósadýrð - horft yfir Bryggjuhverfið og Ártúnshöfðann úr Hamrahverfinu.

Kveiktu á perunni! Hér hafa menn kveikt á fleiri en einni peru.

Ljósin í bænum - speglast í spegilsléttum Elliðavoginum í kvöldkyrðinni.

Borgarljós og Bryggjuhverfi.

Horft upp að höfðanum með Stórhöfða fremstan í flokki. Bogabyggingin við Höfðabakka 9 - stórhýsið sem Íslenskir aðalverktakar byggðu á sínum tíma - skagar upp úr til vinstri á myndinni.

