DV fjallar um þéttingarstefnuna í Grafarvogi
10. maí 2025
DV hafði samband við mig sem ritstjóra og útgefanda Grafarvogs.net og ræddi við mig um þéttingarstefnuna meirihlutans í borginni og hvaða rök ég hefði gegn þessari stefnu. Hér má sjá viðtalið.
Mér var ljúft að svara því og sýnist á viðbrögðunum sem ég hef fengið við greininni að umræðan um þéttingarstefnu borgarinnar sé að magnast og breiðast út til annarra hverfa.
Mótmælin og þau rök sem við Grafarvogsbúar höfum lagt fram eru farin að heyrast hærra og berast víðar. - JGH