Þá eru það dósirnar á morgun eftir jólahátíðina. Fjölniskrakkar ganga í hús og safna flöskum
Eftir þrettándann er það ekki bara að taka niður jólaskrautið, henda gamla, lifandi jólatrénu og koma heimilinu í fyrra horf heldur þarf líka að huga að tómum flöskunum og dósunum sem hafa safnast saman yfir hátíðarnar.
Við getum sagt að morgundagurinn, miðvikudagurinn 7. janúar, sé dósadagur í Grafarvogi. Þá ætla Fjölniskrakkar að ganga í hús og safna flöskum í fjáröflunarskyni.
Með dósasöfnun Fjölnis birtum við hér mynd tómri dós af jóladrykki Íslendinga til margra áratuga, blöndunni af malti og appelsíni. Þær verða eflaust fyrirferðarmiklar í söfnun Fjölniskrakka á morgun.
- JGH

Dósa- og flöskudagur í Grafarvogi á morgun, miðvikudag. Fjölniskrakkar munu ganga í hús og safna.

Þessar dósir verða sjálfsagt fyrirferðarmiklar í söfnuninni á morgun enda um jóladrykk Íslendinga að ræða til margra áratuga.

