Úlfarsfell í kastljósi regnbogans
31. júlí 2025
Hann var svolítið sérstakur regnboginn sem blasti við mér þegar ég ók Strandveginn í Grafarvogi í austurátt í gærkvöldi.
Í rauninni ekki bogi, frekar eins og falleg litaprufa meistarans.
Bogi sem endaði í punkti, eins konar marglita kastljósi.
Úlfarsfellið í kastljósi regnbogans,
regnboga málarameistarans. - JGH

Í kastljósi regnbogans.