Hætta við fjölfarin gatnamót: Ökumenn hika ekki við að aka yfir á rauðu ljósi
26. febrúar 2025
Myndin hér að ofan var tekin kl. 8:25 í morgun. Sjá má hvar komið er grænt ljós á leiðinni út úr Hamrahverfinu en bíll í beygjunni úr austurátt á Fjallkonuvegi á leið í bæinn ekur yfir á hárauðu ljósi.
Stórhættulegt í alla staði. Þetta hefur orðið til þess að þeir sem aka út úr Hamrahverfinu þurfa að bíða á grænu ljósi í dágóðan tíma eftir að umferðin á rauðu ljósi úr gagnstæðri átt á Fjallkonuveginum klárist í beygjunni yfir gatnamótin.
Það hefur alltaf verið eitthvað um þetta í gegnum tíðina en hefur færst mjög í aukana á síðustu árum. Þetta er ekki aðeins hvimleiður siður ökumanna – heldur stórhættulegur. Virðum ljósin.