Hluthafaspjallið: Stóru karlarnir komnir í Kauphöllina með kaupum Heima á Grósku
26. febrúar 2025
Hluthafaspjall Jóns G. og Sigurðar Más: Í nýjasta hlaðvarpsþætti Hluthafaspjallsins á Brotkast.is fjalla þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson meðal annars um kaup
fasteignafélagsins Heima á vísindahúsinu Grósku á háskólasvæðinu – félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar.
Þessi kaup eru á vissan hátt söguleg. Þeir Björgólfur Thor og félagar verða með sölunni stærstu hluthafarnir í Heimum og því orða þeir Jón G. og Sigurður Már það svo í hlaðvarpinu að stóru karlarnir séu komnir inn í Kauphöllina.
Þess má geta að þeir Björgólfur Thor, Andri og Birgir Már eru allir á meðal ríkustu Íslendinganna, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar
í fyrra.