Heitavatnslaust í Grafarvogi - Veitur segja bilunina á erfiðum stað

29. ágúst 2025
NÝJUSTU FRÉTTIR. Veitur hafa sent frá sér tilkynningu um að viðgerð sé hafin á lögninni sem flytur heitt vatn í allan Grafarvog. Það má þó gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi. 

Bilunin er sögð á erfiðum stað í tilkynningu Veitna.

Magnús Ásgeirsson Grafarvogsbúi tók þessar myndir í morgun en bilunin er við Vesturlandsveginn - niður af Húsahverfi - gegnt Landsbankanum og Húsasmiðjunni. - JGH

Bilunin er við Vesturlandsveginn og sögð á erfiðum stað.