Glans hjá Olís fær góðar viðtökur. Þarna var eitt sinn banki með bílalúgu
Ef það er einhver bygging sem Grafarvogsbúar fylgdust með að reist væri frá grunni á þessu ári var það þvottastöðin Glans hjá Olís við Gullinbrú. Enda stöðin svo sannarlega í „alfaraleið“ Grafarvogsbúa. Stöðin var opnuð seinni partinn í september og hefur fengið góðar viðtökur. Um miðjan mars spurðu flestir sig hvað væri eiginlega um að vera þarna. Á daginn kom að verið var að reisa nýja þvottastöð Olís, eina af þremur sem þá var í byggingu. Tvær munu bætast við á næstunni.
Glans er skemmtilegt nafn - það vilja allir glansa og aka um á glansandi bílum. Vetrarmánuðir eru yfirleitt annasamir á bílaþvottastöðvum.
Áskriftarleiðin kostar 6.490 kr. á mánuði og felst í því ótakmarkaður þvottur á bílnum - tengt viðkomandi bílnúmeri. Býsna hagstætt tilboð en Glans-þvottur einn og sér kostar 3.490 kr. Þetta verð er vel samkeppnisfært við nærliggjandi þvottastöðvar.
Fram kemur á heimasíðu Olís að Glans-stöðvarnar afkasti 18 bílum á klukkustund sem geri biðina styttri en hjá sambærilegum stöðvum. Þá segir að stöðvarnar noti upphitað vatn sem stytti þvottatímann, minnki þörf fyrir þvottaefni og nái betur til svæða sem annars séu erfið í þvotti.

Stöðin afkastar 18 bílum á klukkustund og notað er upphitað vatn við þvottinn. Áskriftarleiðin kostar 6.490 kr. á mánuði og felst í því ótakmarkaður þvottur á bílnum - tengt viðkomandi bílnúmeri. Býsna hagstætt tilboð því vetrarmánuðir með sínu slabbi og salti kalla oft á tíðari þvott á bílum.
Margir Grafarvogsbúar minnast þess að eitt sinn var lítill banki á lóðinni þar sem Glans er núna. Þetta var útibú Landsbankans og líklega minnsta útibú landsins - með um fjóra starfsmenn. Um mánaðamót voru langar biðraðir út á Olís-planið og allir með stóran bunka af reikningum undir hendinni.
Í þessum banka var boðið upp á bílalúgu og var hægt að afhenda bunkann til gjaldkerans og bíða á meðan hann rúllaði reikningunum í gegn. Þetta var veröld sem var. Tæknin hefur leyst bunkana og biðraðirnar af hólmi.
En hvað um það - bílar glansa við Gullinbrú og stöðin afkastar 18 bílum á klukkustund sem gerir um þrjár mínútur á bíl. Það er snaggaralegt. - JGH

Grafarvogur.net birti þessa mynd 20. mars sl. með frétt af byggingarframkvæmdum stöðvarinnar. Þetta voru nánast framkvæmdir í beinni útsendingu því stöðin er svo sannarlega í „alfaraleið“ okkar Grafarvogsbúa.

Verið að slá upp grunninum. Á þessum stað var eitt sinn lítil banki, eitt minnsta útibú Landsbankans. Um mánaðamót voru yfirleitt langar raðir þar sem Grafaravogsbúar biðu með reikningabunkann. Þetta var þá - veröld sem var.


