Fasteignir

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Hátt á Hamrinum með útsýni yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni. Við erum að tala um Ártúnshöfðann. En fasteignasalan Miklaborg hóf að auglýsa íbúðir í stórhýsinu Eirhöfða 7 á Ártúnshöfða til sölu um miðjan desember sl. Húsið er hluti af nýrri íbúðabyggð á Ártúnshöfða sem verður áberandi á næstu árum þar sem fjöldi nýrra íbúða eiga eftir að rísa í stað iðnaðarhúsnæðis sem mun hverfa hægt og bítandi. Sjá betur hér. Í auglýsingu Miklaborgar segir að Ártúnshöfði sé eitt mest spennandi nýbyggingarsvæði Reykjavíkur, þar sem nútímalegar íbúðir og framúrskarandi staðsetning sameinast. „Fyrsti áfanginn, Hamarinn, býður upp á fjölbreyttar íbúðir sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Ekki skemmir fyrir að útsýnið er með því besta sem hverfi innan Reykjavíkur býður upp á með fallegri sýn yfir borgina og sólarlag í vestur. Hér er allt innan seilingar – fallegar gönguleiðir, góð þjónusta og frábær tenging við borgina. Hverfið sameinar þægindi og lífsgæði og verður fljótt eitt eftirsóttasta svæði borgarinnar,“ segir meðal annars í auglýsingu Miklatorgs á Facebook. Þess má geta að útsýnið til norðurs er auðvitað yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni.

Eftir Jón G. Hauksson
•
22. apríl 2025
Síminn er alltaf að bæta við sig fleiri tekjulínum og hefur gert sig gildandi í fjártækni. Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, HLUTHAFASPJALLINU , þar sem við ræðum við Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans. Fjártækni sem tekjusvið hjá Símanum byggist á því að fólk pantar alls kyns þjónustu í gegnum snjallsíma og greiðir fyrir með símanum sínum. Hvers vegna þá ekki að taka skrefið inn á svið fjártækninnar og nýta sér sterkt greiðslukerfi vegna fjölda viðskiptavina fyrirtækisins. Það er snjalltæknin og væntanlega frekari framþróun í gervigreind sem opnar á alls kyns möguleika á nýjum sviðum. Þess vegna keypti Síminn hið vinsæla smáforrit Noona á síðasta ári og hugmyndafræðin er sú sama á bak við kreditkort Símans Pay en um tíu þúsund manns eru núna með Léttkort Pay.

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Hátt á Hamrinum með útsýni yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni. Við erum að tala um Ártúnshöfðann. En fasteignasalan Miklaborg hóf að auglýsa íbúðir í stórhýsinu Eirhöfða 7 á Ártúnshöfða til sölu um miðjan desember sl. Húsið er hluti af nýrri íbúðabyggð á Ártúnshöfða sem verður áberandi á næstu árum þar sem fjöldi nýrra íbúða eiga eftir að rísa í stað iðnaðarhúsnæðis sem mun hverfa hægt og bítandi. Sjá betur hér. Í auglýsingu Miklaborgar segir að Ártúnshöfði sé eitt mest spennandi nýbyggingarsvæði Reykjavíkur, þar sem nútímalegar íbúðir og framúrskarandi staðsetning sameinast. „Fyrsti áfanginn, Hamarinn, býður upp á fjölbreyttar íbúðir sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Ekki skemmir fyrir að útsýnið er með því besta sem hverfi innan Reykjavíkur býður upp á með fallegri sýn yfir borgina og sólarlag í vestur. Hér er allt innan seilingar – fallegar gönguleiðir, góð þjónusta og frábær tenging við borgina. Hverfið sameinar þægindi og lífsgæði og verður fljótt eitt eftirsóttasta svæði borgarinnar,“ segir meðal annars í auglýsingu Miklatorgs á Facebook. Þess má geta að útsýnið til norðurs er auðvitað yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni.