Fasteignir

Eftir Jón G. Hauksson
•
26. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar, Hluthafaspjalli ritstjóranna , ræðum við launaskrið hjá hinu opinbera sem aftur togar upp launin á almennum vinnumarkaði. Það er erfitt að takast á við verðbólguna þegar laun hækka ár frá ári á vinnumarkaðnum því laun eru það stór hluti af kökunni. Kakan, þjóðartekjur, skiptast í neyslu og fjárfestingu. Þú borðar annað hvort kökuna eða geymir hana. Hlutfallið er líklegast um 70% neysla á móti 30% fjárfestingu um þessar mundir. Þegar laun eru þetta 50, 60 og 70% af kökunni og hækka án þess að innstæða sé fyrir hækkuninni þá bólgnar kakan óhjákvæmilega. Þegar húsnæðisverð hækkar vegna þess að framboð af nýjum lóðum og íbúðum er of lítið - þar sem of mikið er lagt upp úr þéttingarstefnu - þá þurfa launþegar sem ætla að kaupa sér íbúð hærri laun til að takast á við kaupverðið - og lánin. Við Sigurður ræðum launaskrið hins opinbera en sleggja Kristrúnar þarf sjálfsagt að takast á við það vandamál til að ná árangri sem og slá niður óþarfa óarðbær verkefni hjá hinu opinbera. Til þess þarf þunga sleggju. En er sú sleggja of þung fyrir Kristrúnu? - JGH

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Hátt á Hamrinum með útsýni yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni. Við erum að tala um Ártúnshöfðann. En fasteignasalan Miklaborg hóf að auglýsa íbúðir í stórhýsinu Eirhöfða 7 á Ártúnshöfða til sölu um miðjan desember sl. Húsið er hluti af nýrri íbúðabyggð á Ártúnshöfða sem verður áberandi á næstu árum þar sem fjöldi nýrra íbúða eiga eftir að rísa í stað iðnaðarhúsnæðis sem mun hverfa hægt og bítandi. Sjá betur hér. Í auglýsingu Miklaborgar segir að Ártúnshöfði sé eitt mest spennandi nýbyggingarsvæði Reykjavíkur, þar sem nútímalegar íbúðir og framúrskarandi staðsetning sameinast. „Fyrsti áfanginn, Hamarinn, býður upp á fjölbreyttar íbúðir sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Ekki skemmir fyrir að útsýnið er með því besta sem hverfi innan Reykjavíkur býður upp á með fallegri sýn yfir borgina og sólarlag í vestur. Hér er allt innan seilingar – fallegar gönguleiðir, góð þjónusta og frábær tenging við borgina. Hverfið sameinar þægindi og lífsgæði og verður fljótt eitt eftirsóttasta svæði borgarinnar,“ segir meðal annars í auglýsingu Miklatorgs á Facebook. Þess má geta að útsýnið til norðurs er auðvitað yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni.