Fasteignir

Eftir Jón G. Hauksson
•
17. september 2025
HLUTHAFASPJALL ritstjóranna. Það er jafnan komið víða við í hlaðvarpi okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is - Hluthafaspjalli ritstjóranna . Í nýjasta þætinum ræðum við um fjárlagafrumvarpið og hvernig báknið heldur áfram að þenjast út. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 123 milljarða aukningu ríkisútgjalda á næsta ári - sem og að hækka eigi skatta á fólk og fyrirtæki um 28 milljarða . Vandamálið sem blasir við í efnahagslífinu er að við búum við verðbólgu og háa vexti á sama tíma og það er enginn hagvöxtur. (Stagflation=Stöðnun/verðbólga á sama tíma). Á síðustu sjö ársfjórðungum frá fjórða ársfjórðungi 2023 hefur hagvöxtur verið neikvæður í fimm skipti. Helsta markmið ríkisstjórnarflokkanna í síðustu kosningum var að ná niður verðbólgunni ( nota sleggjuna til þess ) og þar með ná niður vöxtum. Ef það er ennþá helsta markmiðið þá virðast Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið ganga í sitt hvora áttina. Seðlabankinn (peningastefnan) er á bremsunni með háa vexti til að ná niður verðbólgu á meðan ríkisstjórnin (fjárlagastefnan, ríkisfjármálin) er á bensíngjöfinni með stórauknum ríkisútgjöldum og fjárlagahalla sem auka á þensluna. - JGH Hér má sjá örlítið brot af spjalli okkar félaganna um frumvarpið: https://www.youtube.com/watch?v=FFlFKPpkebw

Eftir Jón G. Hauksson
•
11. febrúar 2025
Hátt á Hamrinum með útsýni yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni. Við erum að tala um Ártúnshöfðann. En fasteignasalan Miklaborg hóf að auglýsa íbúðir í stórhýsinu Eirhöfða 7 á Ártúnshöfða til sölu um miðjan desember sl. Húsið er hluti af nýrri íbúðabyggð á Ártúnshöfða sem verður áberandi á næstu árum þar sem fjöldi nýrra íbúða eiga eftir að rísa í stað iðnaðarhúsnæðis sem mun hverfa hægt og bítandi. Sjá betur hér. Í auglýsingu Miklaborgar segir að Ártúnshöfði sé eitt mest spennandi nýbyggingarsvæði Reykjavíkur, þar sem nútímalegar íbúðir og framúrskarandi staðsetning sameinast. „Fyrsti áfanginn, Hamarinn, býður upp á fjölbreyttar íbúðir sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Ekki skemmir fyrir að útsýnið er með því besta sem hverfi innan Reykjavíkur býður upp á með fallegri sýn yfir borgina og sólarlag í vestur. Hér er allt innan seilingar – fallegar gönguleiðir, góð þjónusta og frábær tenging við borgina. Hverfið sameinar þægindi og lífsgæði og verður fljótt eitt eftirsóttasta svæði borgarinnar,“ segir meðal annars í auglýsingu Miklatorgs á Facebook. Þess má geta að útsýnið til norðurs er auðvitað yfir Grafarvoginn og í átt að Esjunni.


