Bónus með 90 milljarða af 170 milljarða veltu Haga - stærsta matvöruverslunin
1. júní 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. VIÐSKIPTI.
Bónus er stærsta matvöruverslun landsins og veltir um 90 milljörðum króna af 170 milljarða veltu Haga. Þetta kemur fram hjá Finni Oddssyni, forstjóra Haga, en hann er nýjasti gestur okkar Sigurðar Más Jónssonar í hlaðvarpi okkar, Hluthafaspjallinu á Brotkast.is. Bónus er stærsta matvöruverslun landsins og með nokkurt forskot í veltu á næstu keppinauta, að sögn Finns.
Verslanir og vöruhús Haga eru með veltu í kringum 120 milljarða og restin, um 50 milljarðar króna, er að mestu velta Olís, að sögn Finns.
Hann segir ennfremur að Bónus sé eitt verðmætasta vörumerki landsins og sé með djúpar rætur meðal þjóðarinnar eftir 36 ár á markaðnum. „Þegar Bónus kom til sögunnar hafði búðin mikil áhrif á íslenskt samfélag og lækkaði matvöruverð verulega.“
MATVÖRUKARFAN ÚR 24% Í 14%
Og bætir við: „Áður en Bónus kom til sögunnar voru heimili landsins að verja um 24% af tekjum í matvörukörfuna en á fáum árum eftir tilkomu fyrirtækisins breyttist þetta og hlutfallið lækkaði niður í um 14% og það munar um minna. Enn þann dag í dag eru heimilin að verja þessu hluthfalli í matvörukörfna,“ segir Finnur.
Að sögn Finns var vörumerki Bónus uppfært fyrir nokkrum árum og við því urðu verulega viðbrögð. „Við breyttum vörumerkinu aðeins, breyttum grísnum og búðunum hjá okkur til samræmis - og það var svo gaman að sjá hvernig viðbrögðinvoru, hvað það voru miklar skoðanir á þessu. Það var alls ekki öllum sama og þannig viljum við hafa það.“ - JGH