Páskarnir minna á sig í Bónus: Páskaungarnir brosa út í annað
6. mars 2025
Guli liturinn er auðvitað
litur páskanna með sínum gulu páskaungum, liljum, kertum, sérvéttum og öðru páskaskrauti. Þótt enn séu fimm vikur til páska þá eru páskarnir farnir að minna á sig í Bónus í Spönginni þótt guli liturinn sé auðvitað viðvarandi í vörumerki Bónuss. Þar eru komnar stórar stæður af páskaeggjum frá helstu súkkulaðiframleiðendum landsins en litlu páskaeggin mátti fyrst sjá í versluninni fyrir einhverjum vikum. Við erum súkkulaðiþjóð – og stolt af því; stæðurnar munu tæmast og bætt verður á þegar nær líður hátíðinni.

Núna eru stórar stæður komnar af páskaeggjum í Bónus í Spöng.

Ekki bara gulir páskaungar heldur súkkulaðibrúnar páskakanínur.