Brynjar Gauti Guðjónsson er genginn til liðs við Fjölni úr Fram

25. febrúar 2025
 Hinn þekkti knattspyrnumaður og varnarjaxl, Brynjar Gauti Guðjónsson, er genginn til liðs við Fjölni. Hann kemur frá Fram og á að baki um 240 leiki í efstu deild og skorað í þeim 12 mörk. Hér er því um að ræða gríðarlega reynslumikimm leikmann sem hefur leikið með Víking Ólafsvík, ÍBV, Stjörnunni auk Fram á liðnum árum og á eftir að reynast Fjölni ákaflega vel á komandi tímabili.