Það er nú svolítið síðan að þessi mynd var tekin

28. mars 2025

VERÖLD SEM VAR. Gamla myndin. Það er nú svolítið síðan að þessi mynd var tekin en mikið er gaman að rýna í hana. Það er Guðbjartur Walter H. Ólafsson sem birtir hana á Facebook. Þarna má sjá Húsgagnahöllina og háhýsi Íslenskra aðalverktaka. Prentsmiðjan Oddi er þar fyrir neðan. Fremst á myndinni til hægri er húnsæði Osta- og smjörsölunnar.


Engin er byggðin í Grafarvogi og að sjálfsögðu engin Gullinbrú en hafist var handa við gerð hennar eftir kosningarnar 1982 þegar Davíð Oddsson vann kosningasigur meðal annars út á að byggja meðfram ströndinni og reisa nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík, Grafarvog. Sjálfur giska ég á að myndin sé tekin í kringum 1973.